Síðastliðinn áratugur sá heitasti

Brunnir skógar í Ástralíu.
Brunnir skógar í Ástralíu. AFP

Síðastliðinn áratugur hefur verið sá heitasti til þessa samkvæmt skráðum heimildum. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá þessu í dag og vöruðu við því að búist væri við því að hærra hitastig myndi stuðla að öfgum í veðurfari á þessu ári og næstu árum.

Fram kemur í frétt AFP að Alþjóðaveðurfræðistofnunin hafi bent á að hækkandi hitastig hefði þegar haft slæm áhrif í för með sér eins og bráðnun íss, hækkun sjávarborðs, hækkandi hitastig sjávar og áhrif á sýrustig sjávar og öfgar í veðurfari.

Stofnunin hafi einnig sagt að rannsóknir hennar staðfesti gögn sem loftslagseftirlit Evrópusambandsins hafi sent frá sér í síðustu viku þess efnis að árið 2019 hafi verið heitasta árið hingað til fyrir utan árið 2016 miðað við skráðar heimildir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert