Opinn fræðslufundur um offitu hefst klukkan 13 í dag í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar. Hægt er að fylgjast með streymi frá fundinum.
Þar munu valinkunnir læknar og erfðafræðingar ræða offitu, erfðaþætti og fíkn. Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandaþjóða og virðist staðan versna með hverju árinu.
Þorgeir Þorgeirsson erfðagræðingur, Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Alma Möller landlæknir, Ragnar Bjarnason, prófessor og yfirlæknir á LSH, og Tryggvi Helgason barnalæknir flytja erindi á fræðslufundinum, sem stendur yfir til klukkan 15.