Streymt frá fræðslufundi um offitu

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Styrmir Kári

Opinn fræðslufundur um offitu hefst klukkan 13 í dag í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar. Hægt er að fylgjast með streymi frá fundinum.

Þar munu valinkunnir læknar og erfðafræðingar ræða offitu, erfðaþætti og fíkn. Íslend­ing­ar eru þyngst­ir allra Norður­landaþjóða og virðist staðan versna með hverju ár­inu.

Þorgeir Þorgeirsson erfðagræðingur, Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Alma Möller land­lækn­ir, Ragn­ar Bjarna­son, pró­fess­or og yf­ir­lækn­ir á LSH, og Tryggvi Helga­son barna­lækn­ir flytja erindi á fræðslufundinum, sem stendur yfir til klukkan 15. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert