Greindist með tvenns konar afbrigði veirunnar

Kári segir það geta verið hreina tilviljun að sami einstaklingur …
Kári segir það geta verið hreina tilviljun að sami einstaklingur greinist með tvö afbrigði kórónuveirunnar, en einnig gæti það þýtt að veiran með stökkbreytingunni sé illvígari en sú án hennar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn ein­stak­ling­ur sem fór í skimun hjá Íslenskri erfðagrein­ingu vegna kór­ónu­veirunn­ar greind­ist með tvenns kon­ar af­brigði veirunn­ar. Raðgrein­ing líf­tæknifyr­ir­tæk­is­ins á veirunni hef­ur sýnt fram á um 40 stökk­breyt­ing­ar af kór­ónu­veirunni. 

Þetta kem­ur fram í viðtali danska miðils­ins In­formati­on við Kára Stef­áns­son, for­stjóra Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar. Kári hef­ur jafn­framt út­skýrt málið frek­ar í sam­tali við frétta­stofu RÚV þar sem hann seg­ir að ein­stak­ling­ur­inn hafi greinst með veiruna með og án stökk­breyt­ing­ar. 

Kári út­skýr­ir einnig að þeir sem ein­stak­ling­ur­inn smitaði síðar greind­ust all­ir með veiruna með stökk­breyt­ing­unni. Kári seg­ir það geta verið hreina til­vilj­un, en einnig gæti það þýtt að veir­an með stökk­breyt­ing­unni sé ill­víg­ari en sú án henn­ar. 

Íslensk erfðagrein­ing hef­ur alls tekið 5.601 sýni frá því að skimun­in hófst um miðjan mánuðinn og hafa 49 sýni reynst já­kvæð, sam­kvæmt tölu­leg­um upp­lýs­ing­um al­manna­varna. Færri sýni hafa verið tek­in síðustu taka sök­um yf­ir­vof­andi sýna­tökup­inna­skorts.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka