Rakning C-19 komið á App Store

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Smitrakningarapp almannavarna, Rakning C-19, er orðið aðgengilegt á App Store. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir það góðar fréttir en að enn sé beðið eftir Google.

„Þegar það er komið þá munum við tilkynna það. Við hefðum auðvitað viljað samstilla þetta þannig að þetta kæmi á Google Play og App Store á sama tíma en það var ekki hægt. En fyrst þetta er komið inn er það bara frábært mál,“ segir Kjartan í samtali við mbl.is.

Svona lítur appið út þegar það er komið í notkun.
Svona lítur appið út þegar það er komið í notkun. Skjáskot

Þannig geta iPhone-notendur nú hlaðið niður Rakningu C-19. Notendur þurfa þá að gefa forritinu leyfi til þess að hafa aðgang að staðsetningu símans öllum stundum.

Þurfi rakningarteymi almannavarna svo að fá aðgang að upplýsingunum, sem geymdar eru í 14 daga inni á appinu, þarf að gefa sérstakt leyfi fyrir því. Nánar verður farið yfir málið á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka