Gætu búið við samkomubönn til 2022

Þessi maður hefur fengið nóg af samkomubanninu.
Þessi maður hefur fengið nóg af samkomubanninu. AFP

Bandaríkjamenn gætu þurft að þola óreglubundin samkomubönn, á borð við skólalokanir og tilskipanir um að halda sig heima, allt til ársins 2022 nema bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt fyrr. Þetta eru niðurstöður vísindamanna við lýðheilsudeild Harvard-háskóla (Harvard T.H. Chan) en þær ganga gegn yfirlýsingum úr Hvíta húsinu þess efnis að heimsfaraldrinum muni ljúka í sumar. CNN greinir frá.

Rannsókn Harvard-háskóla byggist á því sem vitað er um kórónuveiruna sem veldur COVID-19-sjúkdómnum, sem og aðrar kórónuveirur.

„Óreglubundin samskiptabönn gætu verið nauðsynleg fram til ársins 2022 nema að gjörgsælurýmum fjölgi til muna og meðferð eða bólusetning verði aðgengileg,“ segir í skýrslunni. „Og jafnvel þótt veirunni virðist útrýmt þarf eftirlit að halda áfram því veiran getur blossað upp að nýju fram til ársins 2024.“

Niðurstöður vísindamannanna benda einnig til þess að veiran geti komið fram að nýju nokkuð fljótt ef takmörkunum á samskiptum er aflétt of hratt. „Ef samskiptafjarlægð er sú leið sem valin er gæti verið nauðsynlegt að halda henni í nokkur ár, sem er augljóslega langur tími,“ er haft eftir Marc Lipsitch, prófessor í smitsjúkdómum við skólann.

Margir óvissuþættir setja mark sitt á rannsóknina, meðal annars spurningin um hvort fólk verður ónæmt fyrir veirunni eftir að hafa fengið hana. Þetta er enn ekki vitað og standa vísindamenn frammi fyrir þeirri áskorun að finna áreiðanleg próf til að kanna hverjir hafa myndað mótefni gegn veirunni.

Það er lítið um að vera á skólalóð Harvard-háskóla þessa …
Það er lítið um að vera á skólalóð Harvard-háskóla þessa dagana. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert