Fullkomnasti bar heims á Hafnartorgi?

Einn tæknilega fullkomnasti bar heims opnaði um helgina í Hafnartorgi. Róbotar sjá um að hrista kokteila, þrívíddarprentaður matur er á boðstólum og hvert borð er með sérstakt hljóðkerfi.

mbl.is kom við á ICE+FRIES Glacierfire í dag. Staðurinn er hugarfóstur Priyesh Patel sem hefur verið Íslandsvinur í rúman áratug en hann stefnir að opnun fleiri staða víðsvegar um heiminn á næstunni m.a. Berlín, Lissabon og París.

Meira en 2 milljónum Bandaríkjadollara hefur verið varið í undirbúningsvinnu fyrir verkefnið en róbotarnir, sem hafa fengið nöfnin Ragnar og Flóki, geta hrist 150 kokteila á klukkustund. Vélmennahundurinn Aibo er forritaður til að leika við börn og stefnt er að því að senda kokteila heim til fólks með drónum.

Á morgun verður viðtal við Patel á mbl.is um áætlanirnar sem hann hefur um keðju hátæknilegra staða um allan heim þar sem Ísland verður í lykilhlutverki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert