Gervigreindur kennari tekur til starfa í HR

Gervigreindur aðstoðarkennari verður tekinn í notkun í nokkrum áföngum við …
Gervigreindur aðstoðarkennari verður tekinn í notkun í nokkrum áföngum við HR í haust. mbl.is/Árni Sæberg

Nýr gervi­greind­ur aðstoðar­kenn­ari frá Atlas Pri­mer verður tek­inn í notk­un í völd­um áföng­um í Há­skól­an­um í Reykja­vík í haust, en hann mun meðal ann­ars aðstoða kenn­ara við að flytja fyr­ir­lestra, svara spurn­ing­um nem­enda og æfa þá í kennslu­efn­inu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ís­lenska sprota­fyr­ir­tæk­inu Atlas Pri­mer sem sér­hæf­ir sig í mennta­tækni sem ætlað er að stuðla að já­kvæðum sam­fé­lags­leg­um úr­bót­um.

Hinrik Jósafat Atlason, stofnandi Atlas Primer og stundakennari við HR.
Hinrik Jósa­fat Atla­son, stofn­andi Atlas Pri­mer og stunda­kenn­ari við HR. Ljós­mynd/​Aðsend

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að talþjón­in­um sé ætlað að auka sveigj­an­leika náms­ins með því að ræða við nem­end­ur á töluðu máli hvert sem þeir fara, en hann bygg­ir á mál­tækni sem ger­ir hon­um kleift að eiga sam­ræður á töluðu máli og er hann aðgengi­leg­ur í nán­ast öll­um snjall­tækj­um og get­ur því fylgt nem­end­um hvert sem þeir fara.

Talþjónn­inn get­ur rætt við nem­end­ur um kennslu­efnið, svarað spurn­ing­um um það og prófað þá í efn­inu, auk þess sem hann get­ur flutt fyr­ir­lestra og veitt aðgang að öðru kennslu­efni eins og ra­f­ræn­um kennslu­bók­um.

„Þess­ari lausn er ekki ætlað að koma í staðinn fyr­ir kenn­ara held­ur á hún að hjálpa þeim að nýta tíma sinn bet­ur og verja meiri tíma í að sinna þörf­um hvers og eins nem­anda,“ seg­ir Hinrik Jósa­fat Atla­son, stofn­andi Atlas Pri­mer og stunda­kenn­ari við HR.

Aðstoðarkennarinn getur fylgt nemendum hvert sem er.
Aðstoðar­kenn­ar­inn get­ur fylgt nem­end­um hvert sem er. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert