Geimflaugarskoti SpaceX og NASA frestað

Ef til tekst verður þetta fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum …
Ef til tekst verður þetta fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum síðan 2011. AFP

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, og SpaceX ætluðu að reyna við tímamótageimskot frá Kenn­e­dy-geim­flug­stöðinni í Flórída í kvöld. Geimskotinu hefur hins vegar verið frestað vegna veðurs.

Önnur tilraun verður gerð til geimskotsins eftir þrjá daga.

Um er að ræða geimskot Crew Dragon-geimferjunnar, en ef til tekst verður þetta fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum síðan 2011.

Crew Dragon er geim­ferja SpaceX, sem er í eigu Elon Musk, og á að geta flutt fólk út í geim. Fyrsta geim­ferja SpaceX af þess­ari gerð hélt ómönnuð út geim í mars í fyrra með góðum ár­angri.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu NASA hér að neðan.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert