Geimfaraframleiðandinn SpaceX, sem er í eigu Elon Musk, lenti í öðru áfalli á jafn mörgum dögum þegar frumgerð geimferjunnar Starship sprakk í loft upp í kvöld skömmu eftir að kveikt var á vél hennar. Ekki er ljóst hvort einhver slasaðist í sprengingunni.
Starship-geimferjan gjöreyðilagðist og einhverjar skemmdir urðu á staðnum þaðan sem eldflaugin átti að fara í loftið. Enginn var um borð í geimferjunni en smíði hennar er hluti af verkefni SpaceX sem gengur út á að senda fólk til tunglsins og Mars.
A Starship prototype just exploded in Boca Chica, Texas during static fire testing. SpaceX was granted an FAA license yesterday to conduct suborbital flights, not sure when those first test flights will happen. Video/live feed from @NASASpaceflight pic.twitter.com/dqnQv1lqBV
— Joey Roulette (@joroulette) May 29, 2020
Var þetta fjórða frumgerð Starship sem springur í loft upp en sú þriðja sprakk í byrjun apríl. Þetta kemur fram á The Guardian.
Starship-eldflaugin tengist ekki samvinnuverkefni SpaceX og NASA og geimskoti Crew Dragon-geimferjunnar sem átti að fara í loftið á miðvikudag en var frestað vegna veðurs.
Það hefði verið fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í áratug. Til stendur að gera aðra tilraun til að senda Crew Dragon út í geim annað kvöld.