Geimskot SpaceX og NASA

Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken klárir til brottfarar.
Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken klárir til brottfarar. AFP

Tveimur geimförum bandaríska fyrirtækisins SpaceX verður skotið á braut um jörðu klukkan 19:22 að íslenskum tíma. Geimflaugarskotinu er sjónvarpað beint og hægt að fylgjast með hér að neðan. Geimfararnir tveir, Bob Behnken og Doug Hurley, koma úr röðum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, en þeir eru báðir þrautreyndir geimfarar.

Töluverðrar eftirvæntingar gætir fyrir geimskotinu enda í fyrsta sinn í nær tíu ár sem Bandaríkjamenn senda menn út í geim. Þá er þetta í fyrsta sinn sem geimfarar NASA fara um borð í geimfar sem smíðað var af einkafyrirtæki.

Donald Trump Bandaríkjaforseti er mættur í Kennedy geimstöðina til að vera viðstaddur þennan sögulega viðburð.

Skjóta átti geimfarinu á loft á þriðjudag en því var frestað vegna veðurs. Nokkurrar óvissu gætti um hvort hægt væri að skjóta því á loft í dag, en það reyndist raunin.

 Fréttin var uppfærð kl. 19:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert