69 milljónum úthlutað til rannsókna á krabbameinum

Valgerður Jakobína Hjaltalín doktorsnemi og Margrét Helga Ögmundsdóttir, dósent við …
Valgerður Jakobína Hjaltalín doktorsnemi og Margrét Helga Ögmundsdóttir, dósent við Háskóla Íslands eru meðal styrkþega í ár og ætla þær að rannsaka ferli í frumum sem ver okkur fyrir krabbameinum en, ef æxli nær að myndast, hjálpar því að lifa af. Ljósmynd/Krabbameinsfélagið

Ellefu rannsóknir fengu styrki frá Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins á dögunum. Styrkirnir nema frá 1,8 til 10 milljónum króna hver. Samanlagt runnu 69 milljónir til rannsóknar á krabbameinum í þetta sinn. Alls bárust 29 umsóknir um styrk úr sjóðnum í ár. 

Erna Magnúsdóttir hlaut hæsta styrkinn, 10 milljónir króna, og miðar rannsókn hennar að því hvernig ónæmisfrumur fara út af sporinu og breytast í Waldenströmæxli, sem er sjaldgæft ólæknandi krabbamein B-eitilfruma sem greinist oftast hjá eldra fólki. 

Markmið Vísindasjóðsins er að stuðla að fjölbreyttu vísinda- og rannsóknarstarfi á Íslandi sem skoðar orsakir krabbameina, forvarnir, meðferð og lífsgæði sjúklinga. Erna 

„Styrkurinn gerir okkur kleift að stunda þessar rannsóknir og við gerum okkur svo vel grein fyrir að á bak við hverja krónu er svo mikil hugsun um að þetta nýtist. Það er ekki síst þegar skoðaðir eru einhverjir óvæntir vinklar sem að eitthvað nýtt kemur upp sem hægt er að tengja við bætta meðferð og bætta greiningu og það er það sem skiptir öllu máli,” er haft eftir Margréti Helgu Ögmundsdóttur, dósent við Háskóla Íslands, í tilkynningu, en hún er einn styrkþega í ár. 

Frá fyrstu úthlutun úr sjóðnum árið 2017 hafa 30 rannsóknir hlotið styrki fyrir alls 227 milljónir króna.

Myndbönd um hverja rannsókn fyrir sig má finna hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert