Liðin vika var slæm hjá samskiptamiðlinum TikTok. Á mánudag tilkynntu indversk stjórnvöld að þau hefðu lokað á forritið, em er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance, sem og 58 önnur kínversk öpp í App Store og Play Store, forritaveitum iPhone- og Android-síma. Indland er stærsti markaður forritsins og höggið því þungt.
Uppgefin ástæða þess að forritið var bannað eru öryggisgallar í forritinu sem sagðir eru ógna öryggi indverska ríkisins. Indland er stærsti markaður forritsins, en þar í landi hefur appið verið sótt yfir 600 milljón sinnum sem er um þriðjungur af notendafjölda forritsins. Þótt landamæradeila Kínverja og Indverja kunni að spila inn í eru þær skýringar síður en svo úr lausu lofti gripnar.
Á dögunum gaf tæknirisinn Apple út prufuútgáfu (beta) af stýrikerfinu iOS 14, en meðal nýjunga þar er að notandinn fær tilkynningar í hvert sinn sem forrit sækir upplýsingar um texta sem notandinn skrifar inn í símann, jafnvel þegar annað forrit er notað. Upp komst að TikTok hefur verið æði duglegt við að sækja sér þær upplýsingar og hafa notendur deilt myndböndum á netinu þar tilkynningum þess efnir rignir yfir þá. Fyrirtækið hefur síðar gefið út að það muni hætta því.
Meðal nýrra andstæðinga TikTok sem hafa stigið fram er hakkarahópurinn Anonymous. Erfitt er að festa fingur á hvað kemur frá hópnum óskilgreinda, en Twitter-notandi nokkur sem hefur haft sig hvað mest í frammi í nafni hópsins, og hefur 6,4 milljónir fylgjenda á Twitter, er afdráttarlaus í orðum sínum: „Eyðið TikTok núna. Ef þið þekkið einhvern sem notar þetta, útskýrið fyrir þeim að þetta sé í raun tölvuvírus undir stjórn kínverskra stjórnvalda til að stunda stórtækar njósnir,“ segir hann.
Með færslunni lætur hann fylgja færslu frá Reddit-notanda, sem hefur beitt bakhönnun (e. reverse-engineering) til að fá betri mynd á yfirgripsmiklar njósnir forritsins. Meðal aðgerða sem forritið stundar, og búið er að hanna þartilgerð forritaskil (e. API) til að sinna eru:
Bandarísk yfirvöld eru með forritið til rannsóknar vegna mögulegrar þjóðaröryggishættu en bandaríski herinn hefur meðal annars bannað notkun forritsins í símum á vegum hersins.