Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur sett í loftið upplýsingasíðu um stöðu 5G farneta á Íslandi. Þar má finna umfjöllun og upplýsingar um tæknileg atriði er varða 5G farnet, auk þess sem hægt verður að nálgast svör við algengnum spurningum um málið.
Verður hlutverk stofnunarinnar fyrst og fremst að hafa eftirlit með tækninni. Þannig mun PFS rýma tíðnisvið (eldri þjónusta á tíðnisviðinu) sem notuð verða fyrir 5G og sjá til þess að tíðnisvið sé tiltækt til úthlutunar á réttum tíma. PFS setur einnig fram kvaðir varðandi útbreiðslu og gæði þjónustunnar á 5G kerfunum.
Stofnunin getur sömuleiðis beitt sér fyrir þeim möguleikum sem felast í nýju fjarskiptaregluverki og kallar á aukið samstarf við hagnýtingu 5G tækninnar sem og annarrar tækni sem styður við 5G. Þá mun PFS áfram tryggja heilbrigða samkeppni á markaði fjarskipta hér á landi.
Hægt er að nálgast svör við algengum spurningum er varða 5G á Íslandi hér.