Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að bandarísk fyrirtæki hafi 45 daga til að hætta viðskiptum við TikTok og WeChat, en hann segir kínversku smáforritin ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna.
Um er að ræða stigmögnun í baráttu Bandaríkjanna og Kína um yfirráð yfir tækni á heimsvísu.
Trump hefur áður tilkynnt að hann muni loka fyrir samfélagsmiðilinn TikTok 15. september, hafi bandarískt fyrirtæki ekki fest kaup á forritinu. Microsoft hefur tilkynnt að fyrirtækið hyggist kaupa bandaríska hluta TikTok.