Teiknuðu manngerðan helli frá 9. öld í tölvu

Verkfræðistofan Punktaský hefur nú gert þrívíðarlíkan af hellinum í Odda.
Verkfræðistofan Punktaský hefur nú gert þrívíðarlíkan af hellinum í Odda. Ljósmynd/Punktaský

Hellir sem talinn er vera elsti manngerði hellir á Íslandi og fannst árið 2018, hefur nú verið kortlagður af verkfræðistofunni Punktaský. Gefst fólki nú kostur á að skoða þrívíðarlíkan af hellinum, sem talinn er vera frá því á tíundu öld, á myndbandaveitunni YouTube. Hellinum verður lokað fyrir veturinn.

Svonefnt Oddafélag, samtök áhugamanna um endurreisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum, lét gera rannsókn í samvinnu við Fornleifastofnun Íslands og verkfræðistofuna Punktaský á helli sem fannst á svæðinu. Segir á fésbókarsíðu „Oddarannsóknarinnar“ að nú sé snarpri rannsóknarlotu lokið í Odda og að afrakstur hennar hafi verið myndband af þrívíðarlíkani sem Punktaský hefur nú birt.

Í myndbandinu, eru áhorfendur leiddir í gegnum hellinn, sem talinn er vera frá tíundu öld og hafi ekki verið í notkun síðan á þeirri þrettándu.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka