Fá aðgang að facebooksíðu látinnar dóttur

Facebook taldi að mögulega væri verið að brjóta á þeim …
Facebook taldi að mögulega væri verið að brjóta á þeim sem stúlkan hafi átt samskipti við í gegnum tíðina. AFP

Hæstirétt­ur í Þýskalandi hef­ur heim­ilað að for­eldr­ar tán­ings­stúlku, sem lést árið 2012 eft­ir að hafa lent und­ir neðanj­arðarlest, fái full­an aðgang að face­booksíðu dótt­ur sinn­ar. Þetta er gert svo for­eldr­ar stúlk­unn­ar geti kom­ist að því hvort um sjálfs­víg hafi verið að ræða.

Árið 2018 hafði héraðsdóm­ur veitt for­eldr­un­um tak­markaðan aðgang að face­booksíðu stúlk­unn­ar í sama til­gangi. Lögmaður for­eldr­anna seg­ir að um fullnaðarsig­ur sé að ræða.

Mögu­lega brot á per­sónu­vernd

Full­trú­ar Face­book höfðu sagt að mögu­lega væri með at­vik­inu verið að brjóta á rétti þeirra sem stúlk­an hefði átt sam­skipti við og að for­eldr­arn­ir ættu ekki rétt á að skoða sam­skipti stúlk­unn­ar við annað fólk.

Eft­ir úr­sk­urðinn árið 2012 hafi Face­book af­hent minn­islyk­ill sem hafði að geyma 14 þúsund blaðsíðna PDF-skjal um virkni stúlk­unn­ar á face­booksíðunni, sem þá hafði verið breytt í minn­ing­arsíðu líkt og tíðkast þegar not­end­ur Face­book falla frá.

Hins veg­ar hafði minn­islyk­ill­inn ekki þótt nóg og því fór málið til hæsta­rétt­ar þar sem úrks­urðað var að for­eldr­arn­ir fengju full­an aðgang að síðu dótt­ur­inn­ar.

„Erf­ingj­ar verða að eiga þess kost að fá að skoða face­booksíður lát­inna ást­vina líkt og síðan birt­ist þeim fyr­ir and­lát þeirra,“ sagði Christlieb Kla­ger, lögmaður for­eldra stúlk­unn­ar.

Ekki í fyrsta sinn

Svona mál hafi valdið deil­um lög­spek­inga víða um heim á síðustu árum. Þá seg­ir í frétt AFP um málið að tækn­iris­inn Apple hafi hafnað kröfu FBI um að kom­ast yfir skrár í síma tveggja árás­ar­manna í skotárás sem átti sér stað í Kali­forn­íu árið 2015.

Hins veg­ar hafi Apple veitt föður barns á Ítal­íu, sem dó úr krabba­meini árið 2016, aðgang að snjallsíma barns­ins svo unnt væri að halda utan um mynd­ir og aðrar minn­ing­ar sem kynnu að vera geymd­ar á sím­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert