Stöðva þróun bóluefnis vegna veikinda

00:00
00:00

Fyr­ir­tækið AstraZeneca hef­ur stöðvað þróun bólu­efn­is við kór­ónu­veirunni eft­ir að einn þátt­tak­andi í rann­sókn þess veikt­ist skyndi­lega. Ekki er þó út­lit fyr­ir að þetta setji þróun bólu­efn­is­ins í upp­nám. Bólu­efnið er á loka­stig­um próf­ana og er fyr­ir­hugað að Ísland fái bólu­efni frá AstraZeneca ef markaðsleyfi fæst. STAT News greindu fyrst frá.

Lík­legt þykir að fyr­ir­tækið hafi sjálft hætt próf­un­um eft­ir að upp komst um mögu­lega auka­verk­un bólu­efn­is­ins og að ekki hafi neinn eft­ir­litsaðili haft þar aðkomu.

Haft er eft­ir tals­manni AstraZeneca að próf­un bólu­efn­is­ins hafi verið stöðvuð vegna „reglu­bund­inna aðgerða sem gripið er til þegar grun­ur leik­ur á um óút­skýrð veik­indi við próf­un lyfja og bólu­efna, svo niður­stöður próf­ana skekk­ist ekki“.

Ísland fær mögu­lega bólu­efni frá AstraZeneca

Líkt og áður sagði er út­lit fyr­ir að bólu­efni AstraZeneca verði það sem stend­ur Íslend­ing­um til boða tak­ist að fá markaðsleyfi fyr­ir bólu­efnið að próf­un­um lokn­um. Líkt og áður hef­ur komið fram í frétt­um mbl.is og Morg­un­blaðsins hafa Sví­ar heim­ild til þess að selja okk­ur bólu­efni við ástand líkt og skap­ast hef­ur vegna kór­ónu­veirufar­ald­ur­ins. Yrði það gert á grund­velli samn­inga sem ís­lensk stjórn­völd hafa gert við Svíþjóð.

Málið er nú til skoðunar hjá AstraZeneca.
Málið er nú til skoðunar hjá AstraZeneca. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert