Risastór ísjaki hefur brotnað frá stærstu ísbreiðu norðurskautsins sem er á 79. breiddargráðu, Nioghalvfjerdsfjorden, í norðausturhluta Grænlands. Ísbreiðan er um 110 ferkílómetrar að stærð.
Myndir úr gervihnöttum sýna að ísbreiðan hefur splundrast í marga smærri ísjaka. Að sögn vísindamanna er þetta enn ein vísbendingin um hver áhrif loftslagsbreytingar hafa á Grænland.
„Lofthjúpurinn í þessum heimshluta hefur hlýnað um um það bil þrjár gráður frá 1980,“ segir dr Jenny Turton, heimskautasérfræðingur við Friedrich-Alexander-háskólann í Þýskalandi, í samtali við BBC. Hún segir að ný hitamet hafi verið slegin á þessum slóðum síðustu tvö sumur.
Nioghalvfjerdsfjorden er um það bil 80 langur og 20 km að breidd og er hluti af ísröstinni sem flýtur við norðausturhluta Grænlands. Á 79. breiddargráðu norður skiptist jökullinn í tvennt og hefur nú hluti íshellunnar þar brotnað frá.