2,3 milljarða salerni á braut um jörðu

Salernið nýja og tæknivædda sem NASA ætlar að skjóta til …
Salernið nýja og tæknivædda sem NASA ætlar að skjóta til geimstöðvarinnar ISS.

Bandaríska geimferðamiðstöðin NASA skýtur senn nýju hátæknisalerni til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, ISS, til prófana og lokaþróunar. Áformað er að það verði brúkað í ferðum til tunglsins í framtíðinni.

Kostnaður við klósettið er áætlaður 23 milljónir dollara, jafnvirði 3,2 milljarða íslenskra króna.

Er hátæknitól þetta sagt soga úrgang úr líkama þess er hyggst hægja sér á því. Segir NASA að  sogkerfi salernisins hafi verið hannað með þægindi kvenna í huga, ólíkt því sem áður hefði verið. 

Áætlað var að skjóta salerninu á loft í vöruflaug frá Wallopseyju í Virginíuríki í gær. Vegna tæknivandamála var hætt við skotið aðeins þremur mínútum fyrir áformaða himnaför. Gera átti  nýja tilraun í nótt að staðartíma ef takast mætti að ráða bót á vandanum ótilgreinda sem kom í veg frir geimskot í gær.

Salernið nýja eins órómantískt og hugsast getur.
Salernið nýja eins órómantískt og hugsast getur. Ljósmynd/NASA
Antares flaug skotið á loft frá Wallopseyju.
Antares flaug skotið á loft frá Wallopseyju.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert