Pólverjar vilja freista þess að vera sem mest sjálfum sér nógir um raforku en í því sambandi hafa þeir hrundið í framkvæmd áætlun um að virkja vindinn í Eystrasalti.
Í fyrradag var undirritað samkomulag sem felur í sér náið samstarf nær allra landa á Eystrasaltssvæðinu í orkumálum og tilraunir til að draga úr skaðlegum útblæstri.
Þýski þingmaður á Evrópuþinginu, segir yfirlýsinguna eiga eftir að stórauka fjárfestingar í endurnýjanlegri orkuframleiðslu í Miö- og Austur-Evrópu. Aðild að samstarfinu eiga Danir, Eistlendingar, Finnar, Litháar, Lettar, Þjóðverjar og Svíar.