Leggja til 60% samdrátt fyrir 2030

Þjóðfánar blakta utan við Evrópuþingið í Strassborg í gær.
Þjóðfánar blakta utan við Evrópuþingið í Strassborg í gær. AFP

Evr­ópuþingið kaus í dag með því að Evr­ópu­sam­bandið inn­leiði laga­lega bind­andi mark­mið um að ríki sam­bands­ins dragi úr los­unn gróður­húsaloft­teg­unda um 60% fyr­ir árið 2030, miðað við stöðuna árið 1990. Sam­ykkt­in er metnaðarfyllri en nú­ver­andi mark­mið sam­bands­ins um 40% sam­drátt.

Jytte Gute­land, sænsk­ur Evr­ópuþingmaður sem fer fyr­ir til­lög­unni, seg­ir að þing­menn hafi tekið stórt skref í átt að því að Evr­ópu­sam­bandið upp­fylli kröf­ur Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins. Sér­fræðing­ar segja að 55% sam­drátt­ur í los­un gróður­húsaloft­teg­unda fyr­ir 2030 sé nauðsyn­leg­ur ætti sam­band­inu að tak­ast ætl­un­ar­verk sitt um kol­efn­is­hlut­leysi árið 2050.

Leiðtogaráð Evr­ópu­sam­bands­ins, sem í sitja leiðtog­ar rík­is­stjórna allra aðild­ar­ríkja, þarf að samþykkja end­an­lega út­færslu mark­miðsins en ólík­legt þykir að samstaða ná­ist um 60 pró­senta mark­miðið. Metnaðarfull stefna þings­ins gæti þó orðið til þess að þrýsta á ráðherr­aráðið að því er seg­ir í frétt Reu­ters

Ríf­lega helm­ing­ur rík­is­stjórna aðild­ar­ríkj­anna 27 hef­ur lýst yfir stuðningi við áform um 55% sam­drátt fyr­ir árið 2030. Meðal þeirra ríkja sem eru mót­fall­in eru Tékk­ar, en þá hafa Pól­verj­ar einnig lýst efa­semd­um um til­lög­una og sagt að ít­ar­legri hagrænna grein­inga sé þörf. Ein­róma samþykki þarf fyr­ir til­lög­unni inn­an leiðtogaráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert