Nefnd um gervigreind sett á fót

Unnið er að stefnu um gervigreind í forsætisráðuneytinu.
Unnið er að stefnu um gervigreind í forsætisráðuneytinu. Ljósmynd/Aðsend

For­sæt­is­ráðuneytið vinn­ur nú að stefnu um gervi­greind, sem miðar að því að há­marka sam­fé­lags­leg­an og efna­hags­leg­an bata inn­an sam­fé­lags­ins að því er fram kem­ur á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Hef­ur því Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra skipað nefnd sem er ætlað að skila til­lög­um að skýrri framtíðar­sýn um hvernig ís­lenskt sam­fé­lag geti unnið með gervi­greind.

Á nefnd­in að leita svara við spurn­ing­um á borð við hver rétt­indi Íslend­inga séu gagn­vart nýrri tækni, hvert hlut­verk tækni gervi­greind­ar eigi að vera í ís­lensku sam­fé­lagi og á hvaða vett­vangi Ísland mun ræða og leysa álita­mál sem koma upp varðandi inn­leiðingu eða notk­un nýrr­ar tækni. Nefnd­in mun skila til­lög­um til ráðherra fyr­ir 1. fe­brú­ar 2021.

Verk­efnið er hluti af aðgerðaráætl­un fyr­ir Ísland í fjórðu iðnbylt­ing­unni en nefnd­ina skipa ein­stak­ling­ar með fjöl­breytt­an bak­grunn og sér­fræðiþekk­ingu er snýr meðal ann­ars að siðfræði, tækni, vinnu­markaði og sam­fé­lags­leg­um breyt­ing­um vegna nýrr­ar tækni. Nefnd­ina skipa:

  • Lilja Dögg Jóns­dótt­ir, sér­fræðing­ur í for­sæt­is­ráðuneyt­inu (formaður nefnd­ar­inn­ar)
  • Kol­beinn H. Stef­áns­son, lektor við Há­skóla Íslands
  • Ólaf­ur Andri Ragn­ars­son, aðjúnkt við Há­skól­ann í Reykja­vík
  • Þor­björn Kristjáns­son, doktorsnemi í heim­speki við Há­skól­ann í Sheffield
  • Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, formaður BHM
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert