Uppörvandi niðurstöður fyrir eldra fólk

Háskólinn í Oxford vinnur að þróun bóluefnis við Covid-19 í …
Háskólinn í Oxford vinnur að þróun bóluefnis við Covid-19 í samstarfi við breska lyfjafyrirtækið AstraZeneca. AFP

Bóluefni sem yfirleitt er kennt við Oxford-háskóla virðist veita eldra fólki afar góða vörn gegn kórónuveirunni. Þetta gefur von um að bóluefnið, sem lyfjafyrirtækið AstraZeneca framleiðir, muni gagnast eldra fólki vel.

Í frétt BBC kemur fram að rannsakendur eru ánægðir með þessa niðurstöðu sem byggir á tilraunum á 560 heilbrigðum sjálfboðaliðum á sjötugs og áttræðisaldri. Um er að ræða niðurstöður úr öðru stigi klínískra rannsókna en á þriðja stigi er unnið að því að sjá hvort stærri hópur myndi mótefni við Covid-19 með því að fá bóluefnið. Von er á þeirri niðurstöðu á næstu vikum. 

Þrjú bóluefni: Pfizer-BioNTech, Sputnik og Moderna, hafa öll sýnt mjög góða virkni á þriðja stigi klínískra rannsókna. Í einni bendir allt til þess að 94% fólks sem er komið yfir 65 ára aldur myndi mótefni fyrir Covid-19 með  bólusetningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert