Opnar afkastameiri hraðhleðslustöð í Varmahlíð

Hraðhleðslustöðin í Varmahlíð.
Hraðhleðslustöðin í Varmahlíð. Ljósmynd/ON

Orka náttúrunnar hefur uppfært hraðhleðslustöð sína í Varmahlíð í nýjustu kynslóð hraðhleðslustöðva. Nýja stöðin mun geta boðið allt að 150 kW hleðslu og getur þjónað tveimur bílum í einu sem deila þá aflinu að hámarki 75kW á hvort tengi, en það fer eftir hleðslugetu bílsins.

Eldri stöðin gat hlaðið 50 kW að hámarki og þá aðeins einn bíl í einu, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Við höfum þegar pantað tíu 150 kW hraðhleðslustöðvar sem við stefnum á að setja upp í ár og næsta ári en Covid 19 setti stórt strik í reikninginn og seinkaði afhendingum verulega,“ segir Hafrún Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri hleðslunets ON.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert