Telja einkennalausa ekki smita eins mikið

Frá gjörgæsludeild í Chicago þar sem Covid-19 sjúklingar eru meðhöndlaðir.
Frá gjörgæsludeild í Chicago þar sem Covid-19 sjúklingar eru meðhöndlaðir. AFP

Ný rannsókn á vegum Flórídaháskóla bendir til þess að einkennalausir eða fólk sem nýlega hefur smitast af kórónuveirunni smiti ekki aðra eins mikið og þeir sem eru með einkenni. Í rannsókninni var sérstaklega horft til fólks sem býr saman. 

Aftur á móti var vírusinn meira smitandi en hefðbundin flensa. Þannig smitaðist veiran milli manna í 16,6% tilfella, en til samanburðar er sama hlutfall í kringum 7,5% við hefðbundnari vírus. 

Að auki kemur fram í rannsókninni að líkur á því að fullorðnir smitist séu umtalsvert meiri en smit meðal barna. Þannig séu litlar líkur á því að börn beri smit sín á milli. Að sama skapi voru mestar líkur á því að fólk smitaði maka sinn. 

Bólusetningar eru nú hafnar víða um heim, en bóluefni hafa verið flutt til landa á ógnarhraða. Búið er að bólusetja á aðra milljón manna í Bandaríkjunum og þá hófst bólusetning af krafti í mörgum Evrópulöndum í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert