Árið 2020 hefur jafnað hitametið sem sett var árið 2016 en það ár var það heitasta síðan mælingar hófust. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Kóperníkus, samstarfverkefni Evrópusambandsins um loftslagsrannsóknir.
Síðustu sex ár, það er árið 2015 og árin fimm eftir það, eru þau heitustu síðan mælingar hófust. Í fyrra mældist lofthitinn 1,25 gráðum yfir meðalári og jafnaði þar með hitametið árið 2016. Það sem vekur athygli nú er að El Niño-veðurfyrirbærið átti ekki hlut að máli í fyrra en það lagði 0,2 stig til hins árlega meðaltals 2016.
Yfirmaður loftslags- og orkumála hjá Breakthrough-stofnuninni í Oakland í Kaliforníu, Zeke Hausfather, segir í samtali við AFP-fréttastofuna að ef áhrifa El Niño hefði ekki gætt hefði árið 2020 orðið heitara en 2016. Áhrifa La Ninas gætti aftur á móti í fyrra en ólíkt El Niño fylgir La Ninas kuldi.