Undirbýr flug á Rauðu plánetunni

00:00
00:00

Næstu ár verða spenn­andi fyr­ir kanadíska jarðvís­inda­mann­inn Christoph­er Hamilt­on sem leiðir Raven verk­efnið þar sem dróna­flug NASA á plán­et­unni Mars er und­ir­búið. Hann hef­ur lengi stundað rann­sókn­ir hér á landi og um­fangið verður tals­vert í Holu­hrauni þar sem ís­lensk­ir sam­starfsaðilar munu koma að.

Sagt var frá styrk­veit­ingu NASA í verk­efnið hér á mbl.is á dög­un­um en Hamilt­on gegn­ir stöðu pró­fess­ors (Associa­te Profess­or) við Geim­vís­inda­deild Há­skól­ans í Arizona. Hann kom fyrst til lands­ins fyr­ir 19 árum síðan þegar hann vann að B.Sc. gráðu sinni og hef­ur komið reglu­lega síðan. 

Hamilt­on er stadd­ur hér á landi við und­ir­bún­ing Raven-verk­efn­is­ins og að sjálf­sögðu sting ég upp á því að hann hitti mig við Rauðhóla til að ræða um dróna­flug á Rauðu plán­et­unni eða Mars. Þegar ég hitti Hamilt­on á bíla­stæðinu við Rauðhóla hef­ur snjóað lít­il­lega sem hyl­ur rauða lit­inn á möl­inni en ég hafði þó komið auga á einn álit­leg­an og eld­rauðan vegg í fjarska á ein­um hóln­um og bendi Hamilt­on á hann. „Já keila 57, mér líst vel á það,“ seg­ir Hamilt­on með sín­um mjúka kanadíska hreim. Hann þekk­ir svæðið greini­lega eins og lóf­ann á sér enda kem­ur í ljós að loka­verk­efni hans í grunn­nám­inu sner­ist um að rann­saka eld­virkni og sam­band henn­ar við snert­ingu við ís. En rann­sókn­in fór fram á svæðinu í grennd við Víf­il­fell. (Ice-contact volcan­ism in the Víf­ils­fell Reg­i­on, sout­hwest Ice­land).  

Jarðvísindamaðurinn Christopher Hamilton segir aðstæður í Holuhrauni vera kjörnar til …
Jarðvís­indamaður­inn Christoph­er Hamilt­on seg­ir aðstæður í Holu­hrauni vera kjörn­ar til að gefa vís­inda­mönn­um til­finn­ingu fyr­ir því hverju megi bú­ast við á Mars. mbl.is/​Hall­ur Már

Eft­ir það hélt hann til Havaí þar sem hann stundaði doktors­nám og rann­sakaði spreng­ing­ar við snert­ingu hraunkviku og vatns á Jörðinni og Mars. Sem fyrr seg­ir hafa heim­sókn­irn­ar til Íslands síðan verið ótalmarg­ar og í mynd­skeiðinu má sjá hvernig hann nýt­ir dróna­mynd­ir til að gera þrívídd­ar­mynd­ir, að sjálf­sögðu af Keilu 57! 

Hamilt­on seg­ir ís­lensku sumr­in vera þau bestu sem hann kom­ist í. Hann verður því í kjöraðstæðum þegar hingað til lands taka að streyma tól og tæki sem eiga að leggja grunn að kort­lagn­ingu Mars á næstu ára­tug­um. Í sum­ar er von á tungl­bíln­um MESR sem er hannaður að kanadísku Geim­vís­inda­stofn­un­inni. Næstu tvö sum­ur eft­ir það má svo bú­ast við há­tækni­leg­um drón­um á flögri um Holu­hraun í æf­ing­um á sýna­töku og kort­lagn­ingu. 

Áhugi vísindamanna á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA á jarðfræði Íslands …
Áhugi vís­inda­manna á veg­um banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ar­inn­ar NASA á jarðfræði Íslands á sér langa sögu. Hér má sjá geim­far­ana William And­ers og Char­les Bas­sett III ásamt nafn­laus­um þriðja manni skoða grjót á Norður­landi árið 1965. Ferðir geim­fara norður í land voru tíðar í und­ir­bún­ingi fyr­ir Appollo-ferðir NASA. Ljós­mynd/​NASA

Raven drón­inn, eða bara Hrafn­inn, verður bú­inn svo­kallaðri Raven Claw sem er grip­arm­ur ætlaður sýna­töku með því að grípa grjót og sand. Þá verður hann með leiser-ljós sem mæl­ir vega­lengd­ir, svo­kallaðri Li­dar-tækni. Eitt tækj­anna sem kem­ur til með að verða prófað í Holu­hrauni á Hrafn­in­um er svo­kölluð of­ur­lit­rófs­mynda­vél (e. hy­per­spectral imag­ing ca­mera - betri þýðing­ar væru vel þegn­ar!) en hún grein­ir marg­ar mis­mun­andi bylgju­lengd­ir ljóss. Þá verða gerðar til­raun­ir með að búa Hrafn­inn með bor til að ná sýn­um úr jörðu. Hvernig end­an­leg út­gáfa á Hrafn­in­um verður kem­ur svo í ljós þegar fram í sæk­ir en verk­efni af þessu tagi eru jafn­an hugsuð í ára­tug­um. 

Stór skref í fe­brú­ar

Þann átjánda fe­brú­ar mun könn­un­ar­bíll­inn Per­ser­v­erence lenda á Mars og með hon­um verður í för þyrlu-drón­inn Ingenuity. Á þrjá­tíu daga tíma­bili er ætl­un NASA-teym­is­ins sem stend­ur að verk­efn­inu að taka fimm sinn­um á loft. Mikl­ar von­ir eru bundn­ar við verk­efnið enda er um að ræða fyrsta flug mann­kyns á ann­arri plán­etu og kem­ur það í hlut hins norska Håv­ard Fjær Grip að stjórna aðgerðum Ingenuity sem verður þó að mestu sjálfs­stýrð. Upp­lýs­ing­arn­ar sem fást frá því verða ómet­an­leg­ar fyr­ir Raven-verk­efnið. Sýn­in sem Per­ser­v­erence mun safna eru svo vænt­an­leg til Jarðar árið 2031 ef allt geng­ur upp.    

Allt þarf að ganga upp til að Perserverence og Ingenouity …
Allt þarf að ganga upp til að Per­ser­v­erence og Ingenouity lendi á Mars í næsta mánuði. Mynd­in sýn­ir geim­farið sem flyt­ur bíl­inn og þyrlu-drón­ann. AFP

Helsta áskor­un­in við flug á Mars er þunnt and­rúms­loftið, sem er ein­ung­is 1% af þéttni and­rúm­lofts­ins hér á Jörðinni. Þá er aðdrátt­ar­afl á Mars ein­ung­is um þriðjung­ur þess sem við jarðarbú­ar þekkj­um. Ingenuity er létt loft­f­ar sem veg­ur ein­ung­is um 1.8 kíló­grömm og Hamilt­on seg­ir það vera mikla áskor­un að velja hvaða eig­in­leika Hrafn­inn skuli hafa. Best væri ef hægt væri að út­búa dróna með bor sem gæti borað í bergið og náð þannig ómet­an­leg­um jarðsýn­um. 

Mikil eftirvænting er fyrir fyrsta flugi mannkyns á annarri plánetu …
Mik­il eft­ir­vænt­ing er fyr­ir fyrsta flugi mann­kyns á ann­arri plán­etu sem verður í næsta mánuði gangi allt að ósk­um. Ingenuity gæti þá aflað upp­lýs­inga um flug á Mars sem myn­dy reyn­ast Hamilt­on og sam­starfs­mönn­um hans ómet­an­leg­ar. Mynd/​NASA


 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert