Sólböð geta verið varasöm

Bryndís Benediktsdóttir.
Bryndís Benediktsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Geislar sólarinnar hafa áhrif á alla hormónaframleiðslu og geta þannig haft áhrif á heilsu fólks. Konur sem gengið hafa í gegnum breytingaskeiðið eru sérstaklega viðkvæmar fyrir sólargeislum og geta sólböð leitt til heilsufarsvandamála.

Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar sem kynnt var í erlendu vísindariti nýverið. Vísindamaðurinn Kai Triebner við Háskólann í Bergen leiddi rannsóknina en meðal höfunda greinarinnar er Bryndís Benediktsdóttir, prófessor emeritus við Háskóla Íslands.

Umrædd rannsókn er hluti af hinni víðtæku Evrópurannsókn Lungu og heilsa sem gerð hefur verið í þrígang. Í henni er ítarlega spurt um áhættuþætti astma, ofnæmis og langvinnrar lungnateppu, svefn, hreyfingu, þætti sem snúa að tíðahvörfum, lífsgæði og fæðuvenjur. Að sögn Bryndísar voru ríflega 500 manns rannsakaðir hér á landi og víða um Evrópu fyrir umrædda rannsókn á áhrifum sólarljóss. Fólkið var vigtað og mælt í bak og fyrir, blóðprufur teknar, samsetning fitu og vöðva könnuð, þvagprufur teknar, svefnmælingar framkvæmdar og svo mætti áfram telja, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert