Best er að forðast notkun verkjalyfja fyrir og eftir bólusetningu við Covid-19 nema þau séu tekin að staðaldri vegna viðverandi verkja. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna varar við þessu.
LA times greinir frá og vísar einnig til rannsóknar sem birtist í læknisvísindaritinu Journal of Virology.
Bóluefni virki í grunninn þannig að þau blekki líkamann svo að hann haldi að hann hafi fengið veiruna sem bólusett er fyrir og tekur í kjölfarið að mynda mótefni. Slíkt getur valdið eymslum, hita, hausverk og verkjum í vöðvum ásamt öðrum tímabundnum bólgumyndandi einkennum.
„Þessi einkenni þýða að ónæmiskerfið þitt er að vakna og bóluefnið að virka,“ sagði dr. Rochelle Walensky, forstjóri sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, á blaðamannafundi nýlega.
Ákveðin verkjalyf sem verka bólgueyðandi, þar á meðal íbúprófen, gætu dregið úr ónæmissvari líkamans og þar með líkamans á mótefni.
Tekið er fram í umfjölluninni að þeir sem taki slík verkjalyf að læknisráði eigi ekki að hætta því vegna bólusetningar, í það minnsta ekki án þess að ráðfæra sig við lækni.