Virkar vel á bráðsmitandi afbrigði

AFP

Bóluefni Pfizer-BioNTech virðist veita mikla vörn gegn bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar sem fyrst greindist í Brasilíu, P.1. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem er fjallað um í New England Journal of Medicine.

Vísindamenn Pfizer ásamt rannsakendum við Texas-háskóla unnu rannsóknina og er niðurstaðan birt á sama tíma og heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum vara við því að þetta afbrigði veirunnar geti komið af stað nýrri Covid-19-bylgju nú þegar byrjað er að aflétta hömlum í Bandaríkjum.

P.1-afbrigðið greindist fyrst í janúar og hefur herjað á fjölmarga íbúa Brasilíu. Jafnvel fólk sem þegar hefur fengið Covid-19. Washington Post vísar í upplýsingar frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna um að aðeins hafi greinst 15 P.1-smit í 9 ríkjum Bandaríkjanna.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert