Franska lyfjafyrirtækið Sanofi tilkynnti í dag að bóluefni sem fyrirtækið hefur þróað yrði nú reynt á fólki. Sanofi dróst verulega aftur úr bóluefnakapphlaupinu á þróunarstigi en bóluefni Sanofi og bandaríska fyrirtækisins Translate Bio er kjarnsýrubóluefni líkt og bóluefni Pfizer og Moderna.
Rannsóknir Sanofi eru nú komnar í fasa þrjú en niðurstöður fasa 1 og 2 er að bóluefnið er ekki hættulegt og veitir góða vörn við veirunni.
Í byrjun verða þátttakendur í klínískum rannsóknum 415 talsins og er þess vænst að bráðabirgðaniðurstaða komi á þriðja ársfjórðungi.
Þetta er annað bóluefnið sem þróað er hjá Sanofi við Covid-19 en hið fyrra var unnið í samstarfi við breska lyfjafyrirtækið GSK. Þróun þess gengur hægt og er enn í fasa 2 en vonir standa til að hægt verði að koma því á markað í lok árs.
Sanofi hefur þegar gert samninga við Pfizer og Janssen-Johnson & Johnson um framleiðslu bóluefna þeirra í rannsóknarstofum Sanofi.