Líklegast að smitast heima, af vinum og á vinnustað

Mesta hættan á að smitast af kórónuveirunni er í nærumhverfi. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar Nordsjællands-sjúkrahússins. Það er að smitast af vinum, fjölskyldu eða vinnufélögum. 

Mun minni líkur eru á að smitast á veitingastöðum, í líkamsræktarstöðvum, verslunum eða samgöngutækjum. Alls höfðu 69% aðspurðra smitast í nærumhverfi samkvæmt frétt Jyllands Posten. 

27% höfðu smitast á vinnustað, 23% töldu sig hafa smitast á heimilinu og 19% töldu að rekja mætti smitið til náinna samskipta við vini.


Maria Lendorf, deildarlæknir á Nordsjællands-sjúkrahúsinu, stýrði rannsókninni og hún segir að þetta sé í samræmi við það sem talið var. Lítil hætta sé á smiti í almenningssamgöngum og verslunum. Tekið er fram í fréttinni að rannsóknin var gerð eftir að sóttvarnir voru hertar í verslunum.

Rannsóknin var spurningakönnun sem send var til 255 þúsund einstaklinga á tímabilinu 11. október til 13. desember. Af þeim svöruðu um 90 þúsund manns og af þeim höfðu 25 þúsund greinst með Covid-19.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert