Í jarðskjálftahrinunni sem staðið hefur yfir á Reykjanesskaga frá 24. febrúar hafa skjálftar orðið á fjölda ólíkra staða innan svæðisins.
Á kortum frá Veðurstofunni má sjá hvar þeir koma upp en hárnákvæm staðsetning þeirra er einnig gefin upp með hnitum í bauganeti, þar sem breiddar- og lengdarbaugar eru notaðir til að ákvarða staðsetninguna.
Spyrjandi á Vísindavefnum lenti í vandræðum með að meta hver fjarlægðin væri á milli tveggja skjálfta út frá þessum hnitum og spurði vefinn hvernig best væri að reikna það út.
Svarið var að einfalt væri að setja hnitin inn í reiknivélar á netinu, sem áætluðu fjarlægðina fyrir mann. Þetta er að sögn vefjarins hentugast, þar sem bilið á milli breiddarbauga á samkvæmt skilgreiningu alltaf að vera jafnt, en er það ekki vegna þess að jörðin er ekki fullkomlega hnöttótt.