Áforma tilraunaræktun á burnirót

Burnirót.
Burnirót.

Sótt hefur verið um styrk í tækniþróunarsjóð Rannís og fáist jákvæð svör er ætlunin að hefja rannsóknir og tilraunaræktun á burnirót í Skagafirði í sumar með fæðubótarefna- og náttúrulyfjamarkað í huga.

Markmið verkefnisins er að greiða fyrir framleiðslu burnirótarafurða sem hægt sé að markaðssetja sem sjálfbært unna hágæðavöru sem studd sé vísindalegum rannsóknum.

Mörg virk efni eru í burnirót, sem þykir góð til að lækninga. „Nánast alls staðar þar sem burnirótin finnst hefur hún verið hátt skrifuð sem lækningaplanta og miklar rannsóknir verið gerðar á áhrifum hennar,“ segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert