Það var margt um manninn á gossvæðinu í Geldingadal í dag. Meðal þeirra sem spókuðu sig um í misgóðu veðri var dr. Freysteinn Sigmundsson, deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands, ásamt um hundrað nemendum og leiðbeinendum í jarðfræði og jarðeðlisfræði.
Blaðamaður mbl.is var á staðnum og ræddi við Freystein sem var sjálfur að sjá gosið í fyrsta sinn í dag.