Ekki tilraunastofa heldur leðurblaka

Hluti nefndar Alþjóðaheilbrigðismálstofnunarinnar að störfum í Wuhan.
Hluti nefndar Alþjóðaheilbrigðismálstofnunarinnar að störfum í Wuhan. AFP

Alþjóðleg nefnd sér­fræðinga sem hef­ur verið að störf­um í Wu­h­an seg­ir að Covid-19 hafi fyrst borist í menn frá leður­blöku með milli­göngu ann­ars dýrs og eng­ar lík­ur séu á því að veir­an eigi upp­tök sín í rann­sókn­ar­stofu. 

Nefnd­in seg­ir að til­gáta um að dýr hafi borið veiruna sé mjög lík­leg en kenn­ing­in um að veir­an hafi borist úr til­rauna­stofu sé afar ólík­leg að því er seg­ir í loka­út­gáfu skýrsl­unn­ar en AFP-frétta­stof­an komst yfir skýrsl­una áður en hún er birt op­in­ber­lega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert