Ekki tilraunastofa heldur leðurblaka

Hluti nefndar Alþjóðaheilbrigðismálstofnunarinnar að störfum í Wuhan.
Hluti nefndar Alþjóðaheilbrigðismálstofnunarinnar að störfum í Wuhan. AFP

Alþjóðleg nefnd sérfræðinga sem hefur verið að störfum í Wuhan segir að Covid-19 hafi fyrst borist í menn frá leðurblöku með milligöngu annars dýrs og engar líkur séu á því að veiran eigi upptök sín í rannsóknarstofu. 

Nefndin segir að tilgáta um að dýr hafi borið veiruna sé mjög líkleg en kenningin um að veiran hafi borist úr tilraunastofu sé afar ólíkleg að því er segir í lokaútgáfu skýrslunnar en AFP-fréttastofan komst yfir skýrsluna áður en hún er birt opinberlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert