Vefmyndavél mbl.is gæti orðið innlyksa

Eldtungurnar í Geldingadölum.
Eldtungurnar í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hólminn, þar sem vefmyndavél mbl.is er sem stendur, er umlukinn hrauni utan við smá op. Hrauntungurnar sín hvorum megin teygja sig nær hvor annarri hægt og rólega og til þess gæti komið að hólminn verði að óbrynnishólma og vefmyndavélin þannig innlyksa. 

Áður fór fyrri vefmyndavél mbl.is farið undir hraun, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.


 

„Það er ekki útilokað að þessi hólmi þarna lokist en eins og er þá er mest hraunrennsli til suðurs,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á vakt hjá Veðurstofu Íslands. 

Hann segir eitt af tvennu líklegast; að áfram renni hrauntungan mest til suðurs, umlyki hæðina sem þar er og nái aftur saman sunnan við hæðina. Eða að hraunið sem nú rennur í suður breyti um stefnu og haldi aftur í austurátt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert