Alvarleg bilun kom upp hjá Hringdu

AFP

Alvarleg bilun kom upp í miðlægum búnaði hjá fjarskiptafélaginu Hringdu fyrr í dag og hafði áhrif á netsamband fjölda viðskiptavina. Hafði þetta áhrif á netsamband heimila og fyrirtækja, en ekki farsímanetsamband að sögn Egils Moran Friðrikssonar, þjónustustjóra fyrirtækisins.

Egill segir að upp hafi komið hugbúnaðargalli í kjarnabúnaði og hafi tæknimenn fyrirtækisins í samstarfi við innlenda og erlenda ráðgjafa komið að því að laga vandamálið. Ekki hafi verið um tölvuárás að ræða eða neitt slíkt.

Bilunin stóð yfir í um þrjár klukkustundir að sögn Egils en netsamband fór að detta inn á ný um korter yfir tvö í dag. Egill segir að um alvarlega bilun hafi verið að ræða sem fyrirtækið muni yfirfara í þaula.

Skilaboð sem voru send á notendur Hringdu.
Skilaboð sem voru send á notendur Hringdu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert