Stærsti ísjaki heims hefur nú myndast í Weddell-hafi við suðurskautið eftir að íshella sem mælst hefur rúmlega 4.300 ferkílómetrar að stærð brotnaði frá meginlandinu. Þetta staðfestir Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) en ísjakinn, sem hefur fengið nafnið A-76, mælist 176 kílómetra á lengdina og 25 kílómetra á breiddina. Guardian greinir frá þessu.
Fram að þessu var ísjakinn A-23A talinn sá stærsti en hann er rúmlega 3.300 ferkílómetrar að stærð, eða 1.000 ferkílómetrum minni. Til að setja í samhengi þá kæmist bandaríska stórborgin New York fyrir á einungis fjórðung af flatarmáli A-76.
Myndun ísjaka er hluti af náttúrulegum ferlum á suðurskautinu en undanfarið hefur færst í vöxt að slíkir jakar losni frá íshellunni og telja vísindamenn að það megi rekja til loftslagsbreytinga.