Twitter breytir reglum um auðkennismerki

Twitter ætlar að skýra reglur um bláa auðkennismerkið.
Twitter ætlar að skýra reglur um bláa auðkennismerkið. AFP

Twitter ætlar að skýra reglur um auðkennda reikninga. Breytingin gæti orðið til þess að bláa merkið verði útbreiddara.

Twitter segir breytinguna eiga að stuðla að meira samræmi og auka traust til auðkennismerkisins. Notendur þurfa ennþá að vera á einhvern hátt opinber persóna en hlutverk merkisins er að aðgreina persónuna frá aðdáendaaðgöngum og skopstælingum.

Um 360 þúsund manns eru nú auðkennd á miðlinum en merkið hefur hingað til verið veitt á nokkuð óræðan og hendingarkenndan máta. Twitter mun nú fjarlægja merkið á reikningum sem ekki hafa notað miðilinn í hálft ár og þeim sem ekki fylgja reglum hans.    

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert