Franska lyfjafyrirtækið Sanofi og breska lyfjafyrirtækið GSK greindu frá því í dag að lokahluti rannsókna á bóluefni við Covid-19 sem þau eru með í þróun sé hafinn.
Fyrirtækin greindu frá því fyrr í mánuðinum að bráðabirgðaniðurstöður bendi til þess að bóluefnið gefi góða raun en um tilraunir á fólki var að ræða.
Klínískar rannsóknir á stigi þrjú hófust í dag og munu yfir 35 þúsund fullorðnir sjálfboðaliðar taka þátt í Bandaríkjunum, Asíu, Afríku og rómönsku Ameríku.
Lyfjafyrirtækin vonast til þess að bóluefnið fari á markað í lok árs 2021, ári eftir að Pfizer og Moderna fengu markaðsleyfi fyrir bóluefni sín við Covid-19.
Í fasta 3 verður virkni bóluefnisins gagnvart upphaflegu kórónuveirunni, sem fyrst greindist í kínversku borginni Wuhan, rannsökuð og síðan það afbrigði sem fyrst greindist í Suður-Afríku.
Sanofi og GSK munu einnig rannsaka möguleikann á að nota bóluefnið sem aukabólusetningu fyrir fólk sem hefur áður fengið annað bóluefni. Á stigi 2 kom fram að virknin var mjög mikil strax eftir fyrri bólusetningu.