Huawei kynnir nýtt stýrikerfi fyrir snjallsíma

Huawei nýtur gífurlegra vinsælda í Kína.
Huawei nýtur gífurlegra vinsælda í Kína. AFP

Kínverski snjallsímaframleiðandinn Huawei mun kynna nýtt stýrikerfi fyrir símanna sína í dag. Stýrikerfið heitir HarmonyOS en snjallsímar Huaweis voru búnir Android-stýrikerfinu áður en Google hætti viðskiptum við félagið. 

Huawei var mikið í umræðunni í stjórnartíð Donalds Trumps. Hann lýsti yfir neyðarástandi vegna erlendra 5G-fjarskiptabúnaða en sú skipun var talin beinast beint að Huawei sem eru stórtækir í þeim geira.

Fjarskiptafyrirtæki hafa lengi reynt að smeygja sér inn á hinn einsleita símastýrikerfamarkað með misjöfnum árangri. Stýrikerfi Apple og Google, iOS og Android eru sem stendur með yfir 99% markaðshlutdeild. Vinsældir Huawei í Kína gætu þó orðið til þess að Huawei nái að keppa við risana tvo.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka