Nemendur HR þróa nýjan máltæknileik

Útlit nýja leiksins Spurningar.
Útlit nýja leiksins Spurningar. Ljósmynd/Aðsend

Spurningar heitir nýr símaleikur á íslensku þar sem þátttakendur setja fram, fara yfir og svara spurningum.

Verkefnið er á vegum mál- og raddtæknistofu Háskólans í Reykjavík og meðal annars unnið af nemendum í sumarvinnu á vegum stjórnvalda, að því er kemur fram í tilkynningu.

Hægt er að vinna fjölbreytta vinninga, því veglegri eftir því sem lengra er farið í leiknum. Til gangur leiksins er að gagnasöfnun til að styðja við þróun máltæknilausna fyrir íslensku, m.a. smíði íslensks snjallmennis sem getur svarað spurningum á íslensku. 

„Teymið hefur sett sér það háleita markmið að búa til gagnasafn á heimsmælikvarða og er fyrirmyndin eitt stærsta slíka gagnasafn heims, Stanford-gagnasafnið sem inniheldur 100.000 spurningar og svör á ensku,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Reykjavíkur.

Njáll Skarphéðinsson sem nýlega lauk BSc gráðu í tölvunarfræði frá HR með ágætiseinkunn og er að hefja meistarasnám í gervigreind við Carnegie Melloner, einn fremsta háskóla heims á því sviði, er upphafsmaður gagnasöfnunarinnar.

Verkefnið svipar til Samróms, þar sem hægt var að lesa inn setningar og grunnskólakrakkar kepptust um að senda inn sem flestar lesnar setningar. 

Fram kemur í tilkynningu að hægt verði að nota gervigreind til að vinna úr þeim gögnum sem safnast til að kenna tölvum og snjallsímum að svara áður óséðum spurningum. Hægt verði að spyrja tæki spurninga upphátt og fá lesin svör til baka. 

  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert