Aukið samstarf í baráttunni gegn hamfarahlýnun

Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, og Bergur Sigfússon, jarðefnafræðingur …
Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, og Bergur Sigfússon, jarðefnafræðingur hjá Carbfix. Ljósmynd/Atli Már Hafsteinsson

Carbfix og norska fyrirtækið Aker Carbon Capture hyggjast sameina tæknilausnir sínar og bjóða fyrirtækjum upp á hagstæðari heildarlausn við föngun og förgun á koltvísýringi. Nýlega skrifuðu fyrirtækin undir sameiginlega yfirlýsingu þar sem kveðið var á um aukið samstarf milli þeirra í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Carbfix.

Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, kveðst spennt fyrir samstarfinu en hér séu tvær leiðandi loftslagslausnir að sameinast sem geta dregið verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Valborg Lundegaard, framkvæmdastýra Aker Carbon Capture, telur fyrirtækin geta boðið saman upp á heildstæða lausn við föngun og förgun kolefnis. „Hinn sterki vísindalegi grunnur sem Carbfix hvílir á fellur mjög vel að föngunartækni okkar en við leggjum áherslu á að hún sé örugg og hafi hvorki áhrif á heilsu fólks né umhverfi,” segir Valborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert