BBC fjallar um íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki

Tristan Elizabeth Gribbin, stofnandi Flow.
Tristan Elizabeth Gribbin, stofnandi Flow. Ljósmynd/Aðsend

Breska ríkisútvarpið fjallar um íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Flow í nýsköpunar- og tækniþættinum Click. Þátturinn nær til 350 milljóna áhorfenda á heimsvísu. Í innslaginu er sjónum beint að sýndarveruleika þar sem notendur geta snúið sér í 360 gráðu hring og skoðað sig um á gossvæðinu í Geldingadölum á meðan þeir eru leiddir í gegnum hugleiðsluæfingu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flow.

Íslensk náttúra og tónlist

Í innslagi BBC er rætt við Tristan Elizabeth Gribbin, stofnanda Flow. Þar leggur Tristan áherslu á kosti þess að leiða saman tækni og vellíðan en hugleiðsluæfingar Flow byggja á samspili hvorutveggja. Aðspurð segir Tristan vera mjög ánægð með þær viðtökur sem Flow hefur fengið bæði hér á landi og erlendis.

„Mörgum kann að þykja tækni og hugleiðsla vera andstæður en í æfingum okkar sýnum við fram á þau jákvæðu áhrif sem það getur haft að sameina þetta tvennt,“ er haft eftir Gribbin í tilkynningu.   

„Flow framleiðir hugleiðsluhugbúnað fyrir hvort tveggja sýndarveruleika og snjallsíma sem býður upp á fjölbreyttar hugleiðsluæfingar þar sem myndefni úr íslenskri náttúru og íslensk tónlist er tvinnuð saman. Notendur geta meðal annars annars valið um að hlusta á tónlist Ólafs Arnalds, GusGus, Sigur Rósar og Of Monsters and Men meðan á hugleiðslunni stendur,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert