Siemens Energy til liðs við Carbon Iceland

Carbon Iceland og Siemens Energy hyggjast fanga yfir milljón tonn …
Carbon Iceland og Siemens Energy hyggjast fanga yfir milljón tonn af Carbon CO2. Ljósmynd/Aðsend

Carbon Iceland og Siemens Energy í Þýskalandi hafa skrifað undir samkomulag um tæknilegt samstarf við föngun á COog framleiðslu græns eldsneytis fyrir skip, flug og önnur samgöngutæki, að því er fram kemur í tilkynningu frá Carbon Iceland. 

Segir í tilkynningu að mikill styrkur og viðurkenning felist í því að fá Siemens Energy í samstarf við Carbon Iceland-verkefnið. 

Áætla að fanga meira en milljón tonn af CO2

Carbon Iceland áætlar að fanga meira en milljón tonn af COþegar starfsemin, sem fer fram á Húsavík, verður ko in með fulla afkastagetu og að auki að framleiða loftlagsvænar vörur, bæði grænt eldsneyti og græna kolsýru til að auka matvælaframleiðslu í landinu.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra, var viðstödd undirritunina í gegnum fjarfundarbúnað ásamt Ingva Má Pálssyni, skrifstofustjóra atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og ulltrúum úr framkvæmdastjórn Siemens Energy.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert