Binda vonir við heilaígræðslu gegn þunglyndi

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/thinkstockphotos

Vísindamenn í Bandaríkjunum binda nú miklar vonir við rafmagnsígræðslu sem liggur við hauskúpuna og er tengd við heilann til þess að meðhöndla alvarlegt þunglyndi.

Á vef BBC segir frá hinni 36 ára gömlu Söru sem fékk ígræðsluna fyrir rúmlega ári síðan og segir hún aðgerðina hafa breytt lífi sínu.

Ígræðslan er á stærð við eldspýtustokk og er alltaf kveikt á henni en ígræðslan sendir einungis rafstraum þegar hún telur þörf á.

Vísindamennirnir sem standa að baki tilrauninni eru frá háskólanum í Kaliforníu-ríki. Þeir segja of snemmt að segja til um hvort ígræðslan muni hjálpa öðrum sjúklingum, en þeir eru vongóðir og ætla að halda áfram tilraunum.

„Gert mér kleift að vera besta útgáfan af sjálfri mér“

Sara er fyrst til þess að fá ígræðsluna og segir hún að strax og hún vaknaði eftir aðgerðina hafi hún verið í sæluvímu.

Aðgerðin felst í því að bora litlar holur í höfuðkúpuna til þess að koma fyrir litlum vírum sem mæla líðan hennar og gefa frá sér rafstraum. Ígræðslunni er síðan komið fyrir undir höfuðleðrinu við höfuðkúpuna.

Sara segist ekki hafa fundið fyrir neinum aukaverkunum né fyrir ígræðslunni sjálfri. „"Tækið hefur haldið þunglyndinu í skefjum og gert mér kleift að vera besta útgáfan af sjálfri mér og endurbyggja líf sem vert er að lifa." 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert