Hlutu Nóbelsverðlaun í læknisfræði

Myndir af David Julius (til vinstri) og Ardem Patapoutian á …
Myndir af David Julius (til vinstri) og Ardem Patapoutian á blaðamannafundi í Svíþjóð. AFP

Bandarísku vísindamennirnir David Julius og Ardem Patapoutian unnu Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í dag fyrir uppgötvanir sem tengjast því hvernig líkmaminn nemur hitastig og snertingu.

„Þessar mögnuðu uppgötvanir hjá nóbelsverðlaunahöfum ársins hafa hjálpað okkur að skilja hvernig hiti, kuldi og vélrænt afl geta framkallað taugaboð sem aðstoða okkur við að skilja umhverfið og aðlagast því,“ sagði dómnefndin í umsögn sinni.

Julius og Patapoutian, sem starfa báðir í Kaliforníu, munu deila með sér verðlaunafénu upp á 10 milljónir sænskra króna, eða tæpar 150 milljónir króna.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert