Samfélagsmiðlar Facebook aftur komnir í loftið

AFP

Þjón­usta Face­book, In­sta­gram og What­sapp er nú aftur komin í loftið eftir að hafa legið niðri síðan klukkan fjögur í dag.

Face­book hef­ur ekki gefið út hver ástæða bil­un­ar­inn­ar er en sér­fræðing­ar telja að hún gæti tengst bil­un hjá DNS-kerfi eða nafnþjóna Face­book.

Kerfið er oft borið sam­an við net­fanga­skrá eða síma­skrá fyr­ir in­ter­netið. Nafnþjónarnir bein­a vöfr­um á tölvu­kerfið sem þjón­ar vefsíðunni sem þeir eru að leita að. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert