Á einhverjum tímapunkti í dag fjarlægði Facebook kortið sem segir tölvum heimsins hvernig eigi að finna eiginleika miðilsins. Þess vegna finna vafrar ekki vefsíðuna þegar fólk slær inn Facebook.com og fær einungis upp villusíðu.
Á vefsíðunni Krebs on Security er haft eftir Doug Madory, forstöðumanni netgreininga hjá fyrirtækinu Kentik, að fyrir hádegi á bandarískum tíma hafi einhver hjá Facebook sett af stað uppfærslu sem leiddi til bilunarinnar sem hefur staðið yfir frá því klukkan fjögur í dag.
Bilunin hefur einnig leitt til þess að starfsmenn Facebook geta ekki rætt saman á innri kerfum fyrirtækisins.
Ryan Mac, blaðamaður hjá New York Times, segir á Twitter að starfsmenn Facebook geti því ekki unnið vinnuna sína.
Not only are Facebook's services and apps down for the public, its internal tools and communications platforms, including Workplace, are out as well. No one can do any work. Several people I've talked to said this is the equivalent of a "snow day" at the company.
— Ryan Mac 🙃 (@RMac18) October 4, 2021
Þá segir Sheera Frenkel, einnig blaðamaður hjá New York Times, að starfsmenn komist ekki inn í byggingar Facebook þar sem aðgangskort þeirra virki ekki vegna bilunarinnar.
Was just on phone with someone who works for FB who described employees unable to enter buildings this morning to begin to evaluate extent of outage because their badges weren’t working to access doors.
— Sheera Frenkel (@sheeraf) October 4, 2021