Starfsfólk Facebook á erfitt með að vinna vinnu sína

AFP

Á einhverjum tímapunkti í dag fjarlægði Facebook kortið sem segir tölvum heimsins hvernig eigi að finna eiginleika miðilsins. Þess vegna finna vafrar ekki vefsíðuna þegar fólk slær inn Facebook.com og fær einungis upp villusíðu.

Á vefsíðunni Krebs on Security er haft eftir Doug Madory, forstöðumanni netgreininga hjá fyrirtækinu Kentik, að fyrir hádegi á bandarískum tíma hafi einhver hjá Facebook sett af stað uppfærslu sem leiddi til bilunarinnar sem hefur staðið yfir frá því klukkan fjögur í dag.

Bilunin hefur einnig leitt til þess að starfsmenn Facebook geta ekki rætt saman á innri kerfum fyrirtækisins.

Ryan Mac, blaðamaður hjá New York Times, segir á Twitter að starfsmenn Facebook geti því ekki unnið vinnuna sína.

Þá segir Sheera Frenkel, einnig blaðamaður hjá New York Times, að starfsmenn komist ekki inn í byggingar Facebook þar sem aðgangskort þeirra virki ekki vegna bilunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert